Um kosningar á Kúbu

Samkvæmt Prensa Latina eru 8,4 milljónir manna 16 ára og eldri á kjörskrá á Kúbu. Í dag 20. janúar 2008 er tvöföld kosning: Það er kosnir 1200 fulltrúar á svæðisbundin þing og 614 á þjóðþingið. Á undan kosningum fer fjöldi funda þar sem atkvæði eru greidd um frambjóðendur. Kosningin er ekki gild nema fleiri en einn hafi verið í framboði. (Það gildir líka um frægan mann, hvers nafn byrjar á C.) Kosningarnar í dag loka þessu ferli fyrir næstu fimm ár.

Valkostir kjósenda eru fjórir: að mæta ekki, að mæta og skila auðu, að krossa við suma frambjóðendur og ekki aðra, að setja X í reit sem er fyrir alla á einu bretti. Í síðustu kosningum greiddu 92% fólks á kjörskrá fullgild atkvæði en 96% alls greiddu atkvæði. Samkvæmt mínum upplýsingum voru um 80% fulltrúa þjóðþingsins félagar í kommúnistaflokknum. Einhverjir trúarleiðtogar eru á þinginu. Konur voru tæp 40% –fleiri á svæðisþingunum –og töluverð endurnýjun hafði átt sér stað, meðal annars hafði aldursmeðaltal færst niður.

International Business Times segir: There is no mudslinging or million-dollar war chest. No party nominations, dirty tricks or battles for key endorsements (blaðið segir auðvitað meira en þetta og þar á meðal bull). Það eru mistök að horfa á þessar kosningar eins og horft er á „vestrænar“ kostningar. Ef marka má Ricardo Alarcon, forseta þjóðþingsins, verða kostningarnar: „a clear expression of patriotism, dignity and rejection of terrorist acts prepared by the United State to annihilate them“ (Prensa Latina).

Þjóðþingið kýs í beinni kosningu forseta þingsins, ríkisráðið, varaforseta og forseta. Af fréttum að dæma skrifaði Castro þinginu bréf í desember sem sagði efnislega að hann hyggist ekki að gegna forsetastörfum. Castro veiktist um mitt ár 2006 en náði heilsu að því marki að s.l. vor byrjuðu að birtast eftir hann greinar um ýmis mál. Því heldur hann sjálfsagt áfram hvort sem.

Kosningakerfi var komið á fót á Kúbu 1976. Þá var kosið í bæjar- og sveitarstjórnir og á svæðisbundin þing sem aftur kusu fulltrúa á þjóðþingið. Frá 1993 hafa verið almennar kosningar til þjóðþingsins.

Um Kúbu, lesið líka www.themilitant.com 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vináttufélag Íslands og Kúbu

Höfundur

Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu, stofnað 1971.
Stjórn kosin í maí 2009: Formaður: Sigurlaug Gunnlaugsdóttir; meðstjórnendur: Benedikt Haraldsson, Hafþór Pálsson, Halldór Gústafsson, Jón Elíasson; varamenn: Pétur Böðvarsson, Guðlaugur Leósson.
Ábyrgðarmaður vefsíðu: Hafþór Pálsson.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • cuba corrales

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband