Hjá Sameinuðu þjóðunum

Í sextánda sinn voru greidd atkvæði um viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 30. október s.l. Aðeins Bandaríkin, Ísrael, Marshalleyjar og Palau greiddu atkvæði gegn ályktun um að viðskiptabannið skuli afnumið, Mikrónesía sat hjá.

Þar tókust á bandaríski fulltrúinn Ronald Godard og utanríkisráðherra Kúbu Pérez Roque. Sá bandaríski hélt því fram að viðskiptabannið snerti aðeins Bandaríkin og Kúbu og ætti ekki að vera á dagskrá SÞ. Hinn síðarnefndi taldi það hafa haft bein áhrif í  að minnsta kosti 30 öðrum löndum. Nýtt er að aðgerðir bandaríska fjármálaráðuneytisins á sviði alþjóðlegra bankaviðskipta trufla greiðslur og samskipti kúbanskra fjármálastofnana við umheiminn.

Viku fyrr undirbjó George Bush málflutning fulltrúa síns með tilkynningu um ýmsar ráðstafanir. Hann vildi að ríkisstjórnir greiddu í “Frelsissjóð” sem fjármagnar andstöðuhópa á Kúbu. Auk þess boðaði hann stuðning við að tölvuvæða frjáls félagasamtök og trúarhópa, og veitingu námsstyrks til kúbanskra námsmanna. Þetta sagði Roque bráðfyndið, á Kúbu væru 600 klúbbar sem veittu ókeypis aðgang að internetinu og tvær milljónir notfærðu sér þá á hverju ári. Þar væru 65 háskólar þar sem 730.000 kúbanskir háskólanemar stunda nám auk 30.000 háskólanema frá öðrum löndum á námsstyrk.

Meðan þessu fór fram fengu nokkrir bandarískir athafnamenn fangelsisdóma fyrir að ferðast til Kúbu: Victor Vázquez fékk tveggja ára óskilorðsbundið fangelsisdóm og kona hans skilorðsbundinn fyrir samsæri um að rjúfa ferðabannið, og David Margolis tvö ár á skilorði fyrir að þykjast fara í kirkjulegum erindum til Kúbu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

auk þess sem kostnaður við viðskitabannið er tllin ´´i milljurðum dollara fyrir Kúbu

benedikt (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vináttufélag Íslands og Kúbu

Höfundur

Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu, stofnað 1971.
Stjórn kosin í maí 2009: Formaður: Sigurlaug Gunnlaugsdóttir; meðstjórnendur: Benedikt Haraldsson, Hafþór Pálsson, Halldór Gústafsson, Jón Elíasson; varamenn: Pétur Böðvarsson, Guðlaugur Leósson.
Ábyrgðarmaður vefsíðu: Hafþór Pálsson.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • cuba corrales

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband