Juan Almeida

Juan Almeida, einn af forystumönnum byltingarinnar á Kúbu, féll frá 11. september s.l., 82 ára. Almeida var af afrískum uppruna, fæddur í Havana og byrjaði að vinna fyrir sér við hleðslu múrsteinsbygginga, barn að aldri. Sökum andúðar á spillingu og arðráni sem viðgengst þar undir yfirráðum Bandaríkjanna gekk hann í Ortodox-flokkinn, hinn sama og Fidel Castro gekk til liðs við. Samstarf þeirra hófst þegar einræðisherran Fulgencio Batista hrifsaði völdin 1952 og Castro byrjaði að undirbúa almenna uppreisn til að binda enda á einræðið. Almeida var handsamaður og fangelsaður í kjölfar árásarinnar á Moncada-hervirkið í Santiago 26. júlí 1953. Víðtæk herferð fyrir sakaruppgjöf byltingarmannanna kom því til leiðar að þeir voru leystir úr haldi 1955. Almeida var í hópi 82 byltingarmanna sem sigldu frá Mexíkó á snekkjunni Gramna til þess að hefja byltingarbaráttu í desember 1956. Rúmu ári seinna var hann gerður að herforingja er stýrði svonefndri Þriðju austurvíglínu allt til byltingarsigursins 1. janúar 1959.
Almeida gegndi margskonar ábyrgðarstörfum. Hann var yfirmaður lofthersins, varaforseti hersins, varaforseti ríkisráðs og ráðherraráðs og í miðstjórn Kommúnistaflokksins. Hann var forseti „Samtaka baráttumanna byltingarinnar“, en þau telja yfir 300.000 manns nokkurra kynslóða sem tóku þátt í byltingarbaráttunni og sendisveitum á alþjóðavettvangi.
Almeida var jarðsettur í grafhýsi nálægt hinni sögufrægu austurvíglínu. Að sögn dagblaðsins Granma tóku tvær milljónir manna þátt í að heiðra minningu hans. Kveðja Fidels Castro: "I had the privilege of knowing him... ", var birt á ensku vefsíðu Granma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vináttufélag Íslands og Kúbu

Höfundur

Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu, stofnað 1971.
Stjórn kosin í maí 2009: Formaður: Sigurlaug Gunnlaugsdóttir; meðstjórnendur: Benedikt Haraldsson, Hafþór Pálsson, Halldór Gústafsson, Jón Elíasson; varamenn: Pétur Böðvarsson, Guðlaugur Leósson.
Ábyrgðarmaður vefsíðu: Hafþór Pálsson.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • cuba corrales

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband