30.5.2009 | 15:04
"Fimmmenningarnir" frá Kúbu
Þeir Antonio Guerrero, Gerardo Hernández, Ramón Labañino, Fernando González og René González voru handteknir 1998 og dæmdir 2001 í til allt frá áratuga fangelsisvist til tvöfaldrar lífstíðar. Þeir voru að fylgjast með kúbansk-bandarískum gagnbyltingarinnarmönnum á Flórída, sem hafa skipulagt og framkvæmt hermdarverk á Kúbu, til þess að vara við slíkum hryðjuverkum.
Mennirnir fimm voru sakfelldir í Miami fyrir samsæri um njósnir fyrir erlent ríki. Lögmaður þeirra, Leonard Weinglass segir að þeir hafi ekki haft undir höndum eitt einasta skjal sem ekki var opinberlega aðgengilegt fyrir alla: Ekkert af því 200.000 síðna efni sem var lagt hald á í fórum þeirra er ekki opinbert gagn.
Lögmenn fimmmenninganna hafa síðan reynt að fá réttarhöld yfir þeim flutt frá Miami, sem er sterkasta vígi kúbanskra gagnbyltingarmanna. Í fyrstu var samþykkt að ný réttarhöld færu fram, en síðan ákvað fullskipaður dómstóll á sama stað að dómarnir skyldu gilda. Þessu ferli er ekki lokið, en mennirnir hafa nú setið inni tæpan áratug.
Vináttufélag Íslands og Kúbu hvetur þig til þess að kynna þér málið, vekja athygli annarra á því og styðja kröfur um að Kúbumennirnir fimm verði látnir lausir. Við bendum til dæmis á ítarlegri upplýsingar í The Militant og Widipedia.
Um bloggið
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða VÍK Vináttufélag Íslands og Kúbu
- RSS RSS - Straumur frá Heimasíðu Vináttufélags Íslands og Kúbu
- Free for the five Frelsum fimm menningana
- Eldri Fréttir Gamla síðan
- Skráning í VÍK Skráning í VÍK
- Vinnuferd til Kubu - 50 ára byltingarafmælis Brigada Vinnuferd til Kubu - 50 ara byltingarafmaelis vinnuferd.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.