2.5.2009 | 09:28
Losað um hömlur, Castro og Obama
Obama forseti Bandaríkjanna (BNA) losaði nýverið um hömlur á ferðir Bandaríkjamanna til Kúbu sem eiga þar ættingja og leyfir nú nær ótakmarkaðar peningasendingar með því skilyrði að það séu ekki greiðslur eða framlög til fulltrúa ríkisvaldsins eða kommúnistaflokksins og annarra félagasamtaka sem BNA samþykkja ekki. Bandarísk símafyrirtæki mega nú bjóða þjónustu sína á Kúbu. Þessar ákvarðanir voru teknar 13. apríl s.l., skömmu fyrir fund Samtaka Ameríkuríkja í Port of Spain á Trinidad. Daginn eftir felldi dómstóll í Flóridafylki úr gildi fylkislög frá í fyrra þar sem ætlunin var að tappa fé af ferðaskrifstofum sem selja farseðla til Kúbu. Fleiri málsóknir gegn hömlum af þessu tagi eru á döfinni og raunar benda kannanir til þess að yfir 70% íbúa BNA vilji eðlileg samskipti við Kúbu.
Bandaríkjastjórn setti bann á öll viðskipti við Kúbu 1962. Áður höfðu milljónir alþýðufólks átt hlut að máli þegar einræðisherra var steypt af stóli, náð síðan fram jarðnæðisumbótum í formi lagasetningar og fengið lestrarkennslu; svo banni við kynþáttamisrétti kom og þjóðnýtingu atvinnustarfsemi auðhringa og bankasamsteypna. Andspænis þessum ráðstöfunum settu BNA viðskiptabann þegar allt um þraut og hafa bætt við lagabálkum annað slagið. Ríkisstjórn Kúbu telur það hafa valdið tjóni upp á 225 milljarða bandaríkjadala. Síðast voru ferðaákvæði hert 2004 með að heimsókn til ættingja var aðeins leyfð þriðja hvert ár og skorður settar við peningasendingum til þeirra.
Stefnan gagnvart Kúbu hefur ekki virkað, sagði Bandaríkjaforseti við fréttamenn á Trinidad. Á hálfri öld hefur ekki heppnast að grafa undan ríkisstjórninni og nú er lítið talað um að Kúba sé að falla eða hvað verði þegar Castró deyr. Á vefsíðu blaðsins Granma verður ekki annað séð en að forsetar annarra landa séu í biðröð að komast til Kúbu. Kúba er ekki ósnortin af efnahagskreppunni í heiminum fremur en önnur ríki. Angi af umræðunni um breytta stjórnlist gagnvart landinu tengist þessu því framleiðendur og ýmsir athafnamenn hafa áhuga á viðskiptum. Fjölmargar sendinefndir bandarískra þingmanna hafa heimsótt Kúbu undanfarið.
Ekki orð um viðskiptabannið segir Castró, fyrrverandi forseti Kúbu, í grein nýlega. Hann fagnaði slökun ferðabannsins en gagnrýndi að Obama nefndi ekki viðskiptabannið, sem sé harkalegri ráðstöfun og hafi þungbærar afleiðingar, svo sem í heilbrigðisgeiranum þar sem sjúklingum er neitað um lyf og lækningatæki ef bara lítill efnisþáttur þeirra er upprunninn í BNA. Í lok greinarinnar segir hann að Kúbu hafi staðist atlögur og muni gera það áfram. Kúba muni ekki betla heldur bera höfuðið hátt og eiga samvinnu við vinsamlegar þjóðir í Rómönsku Ameríku og á Karíbahafssvæðinu, hvort sem forseti BNA er Obama eða einhver annar, hvítur eða svartur, karl eða kona.
Um bloggið
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða VÍK Vináttufélag Íslands og Kúbu
- RSS RSS - Straumur frá Heimasíðu Vináttufélags Íslands og Kúbu
- Free for the five Frelsum fimm menningana
- Eldri Fréttir Gamla síðan
- Skráning í VÍK Skráning í VÍK
- Vinnuferd til Kubu - 50 ára byltingarafmælis Brigada Vinnuferd til Kubu - 50 ara byltingarafmaelis vinnuferd.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.