18.4.2009 | 14:35
Söluaðilar flugferða til Kúbu vinna mál gegn Floridafylki
Bandaríska fylkið Florida ákvað í fyrra að krefja ferðastkrifstofur sem selja flugferðir til Kúbu um 250.000 dala veð og 25.000 dala skráningargjald. Lögin tóku ekki gildi þar sem ferðaskrifstofurnar fóru í mál við fylkið og hafa þau nú verið dæmt ógild (sjá Miami Herald). Í dómnum, sem var kveðinn upp 14. apríl, leiðir dómarinn að því líkum að féð hafi átt að nota til þess að setja ferðaskrifstofur undir smásjá. Í fyrra var kveðinn upp annar dómur sem varðaði bann við ferðum til Kúbu, þ.e.a.s. ferðum námsfólks, kennara og annarra sem stunda rannsóknir við háskóla á vegum fylkisins og bæjarfélaga. Bannið var einnig dæmt ógilt.
Daginn áður hafði Obama Bandaríkjaforseti mildað höft á ferðir bandarískra borgara til Kúbu, þ.e.a.s. þeirra sem eiga ættingja á Kúbu. Þeir mega nú einnig senda ættingjum sínum nær ómælt fé. Almennt ferðabann til Kúbu er óbreytt. Sjá einnig síðustu færslu.
Um bloggið
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða VÍK Vináttufélag Íslands og Kúbu
- RSS RSS - Straumur frá Heimasíðu Vináttufélags Íslands og Kúbu
- Free for the five Frelsum fimm menningana
- Eldri Fréttir Gamla síðan
- Skráning í VÍK Skráning í VÍK
- Vinnuferd til Kubu - 50 ára byltingarafmælis Brigada Vinnuferd til Kubu - 50 ara byltingarafmaelis vinnuferd.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.