Smáskilaboð frá Bandaríkjastjórn beint í farsímann? Nei takk!

Bandaríkjastjórn hefur tekið nýja tækni í þjónustu sína með því að trufla samskipti, nota internetið og aðra miðla fyrir áróðursstarfsemi og afskipti af innanríkismálum á Kúbu. Síðastliðið haust tók fyrirtækið Washington Software í Maryland að sér að setja upp kerfi fyrir ríkisfé, sem getur sent 24.000 smáskilaboð Bandaríkjastjórnar á viku hverri beint í alla farsíma á Kúbu.

Fjandsamleg afstaða Bandaríkjastjórnar og annarra heimsvaldaríkja, þ.á.m. Íslands, stafar hvorki af  óskynsemi né skammtíma hagsmunum að ekki sé minnst á ímynduð áhrif hægrisinnaðra Kúbana á Miami. Afstaðan grundvallast á heildarhagsmunum ráðastéttar sem hefur einsett sér að refsa verkafólki og bændum á Kúbu fyrir þá bíræfni að taka völdin í landi sínu og gera sósíalíska byltingu. Þar missti hún spón úr aski sínum og hún óttast fordæmið.

Það er ekki náttúrulögmál að lítill minnihluti í heiminum viti ekki aura sinna tal og bróðurparturinn hafi ekki til hnífs og skeiðar, ekki lágmarks heilsugæslu, fábrotin tækifæri og almennt léleg lífsgæði. Þessu er hægt að breyta. Þess vegna hefur Bandaríkjastjórn lagt áherslu á  að hindra þróun byltingarinnar á Kúbu, hefta viðskipti og samskipti, fjármagna hryðjuverk, segja ósatt og bera út óhróður sem fjölmiðlar annarra landa endurvarpa. Ráðastéttir gráta krókódílatárum vegna mannréttinda í áróðurskyni.

Seint á síðasta ári samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í 20. sinn að fordæma viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu, aðeins Ísrael greiddi atkvæði gegn tillögunni auk Bandaríkjanna. Þrjú smáríki sátu hjá (Micronesia, Palau og Marshall-eyjar). Á árum áður sat Ísland hjá við þessar atkvæðagreiðslur m.a.í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins.

Það var ríkisstjórn John F. Kennedy sem fyrst bannaði viðskipti við Kúbu í október 1960, að undanskyldum ákveðnum tegundum matvæla og lyfja. Í apríl 1961 skipulagði hún og framkvæmdi innrás í landið og í febrúar árið eftir bannaði Kennedy öll viðskipti við Kúbu. Síðan þá hefur bannið verið hert. Í umræðum á Allsherjarþingi SÞ sagði Bruno Rodríguez, utanríkisráðherra Kúbu, að tjón af völdum viðskiptabannsins síðustu fimm áratugina mætti meta til “975 þúsund milljóna Bandaríkjadala”, m.a. vegna flókinna viðskiptahátta og lélegra lánamöguleika.

Barak Obama hefur ekkert gert til þess að koma á eðlilegum samskiptum milli  landanna. Öll viðskipti bandarískra dótturfyrirtækja í þriðja landi við Kúbu eru bönnuð. Fyrirtækjum utan Bandaríkjanna er bannað að selja framleiðslu sína til Kúbu ef rekja má hluta innihalds viðkomandi vöru til bandarískrar tækni. Skipum sem komið hafa í kúbanska höfn er bannað að koma til Bandaríkjanna næstu 6 mánuði.

Þvert á móti hugðist ríkisstjórn Obama frysta á síðasta ári 4,2 milljóna dala framlag til Kúbu frá einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem ætlað var að til þess að kljást við AIDS, berkla og malaríu og er hluti af aðgerðum í 150 löndum gegn þessum þremur lífshættulegu sjúkdómum. Vegna mikilla mótmæla varð Bandaríkjastjórn að láta af því.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bíddu og hvað er málið. Það er fullt af góðu fólki á kúpu sem fær ekki að njóta sín þar. það er ekki vegna bandaríkjanna heldur vegna agastjórnar Castró og kó. Fólk fær ekki að tala hug sinn.

Valdimar Samúelsson, 7.2.2012 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vináttufélag Íslands og Kúbu

Höfundur

Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu, stofnað 1971.
Stjórn kosin í maí 2009: Formaður: Sigurlaug Gunnlaugsdóttir; meðstjórnendur: Benedikt Haraldsson, Hafþór Pálsson, Halldór Gústafsson, Jón Elíasson; varamenn: Pétur Böðvarsson, Guðlaugur Leósson.
Ábyrgðarmaður vefsíðu: Hafþór Pálsson.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • cuba corrales

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband