Færsluflokkur: Bloggar

Óhróður um Kúbu í fjölmiðlum

Eftir Benedikt Haraldsson og Gylfa Pál Hersi

Fyrir skömmu bergmálaði í fjölmiðlum alþjóðlega óhróður bandarísku ráðastéttarinnar sem beint er gegn byltingunni á Kúbu. Hún hefur herjað á Kúbu með rógsherferðum í þau 50 ár sem eru liðin frá því að spilltri ráðastétt landsins var stökkt á flótta og landsmenn endurheimtu eigur sínar frá bandarískum auðhringjum og byrjuðu að skipuleggja samfélagið að sinni vild og í sína þágu. Byltingin var gerð af  þorra íbúa landsins og gildir það enn um stefnu þeirra sem fara með stjórn landsins.

Það nýjasta í pressunni eru mótmæli hvítklæddra kvenna á Kúbu og dauði manns sem hafði verið dæmdur til fangelsisvistar. Fjölmiðlar hér á landi eru sjaldnast eftirbátar fjölmiðla annarra landa hvað þetta áhrærir, þótt eldgos og rannsóknarskýrsla hafi yfirgnæft annað undanfarið. Þannig birtir Fréttablaðið 20. mars síðastliðinn eina furðufréttina: „Andófsmennirnir handteknu eru 75 og sitja allir inn í fangelsi. Þeir voru handteknir þegar stjórn Fidels Castro barði niður mótmælaöldu, sem stjórnin sagði vera runna undan rifjum Bandaríkjanna. Einn andófsmannanna, Orlando Zapata Tamayo, lést í síðasta mánuði eftir langt hungurverkfall.“ Frétt svipaðs eðlis var lesin í fréttatíma útvarps.

Umræddur Zapata var handtekinn nokkrum sinnum á árunum 1993-2002 vegna líkamsárása, innbrota og þjófnaða, m.a. árásar með sveðju; ástæður sem áttu ekkert skylt við stjórnmál. Árið 2004 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi. Dómurinn var þyngdur talsvert á hærra dómsstigi, meðal annars vegna þess að hann réðst á starfsmann fangelsisins.  Í desember s.l. fór Zapata í hungurverkfall og erlendir fjölmiðlar lýstu því sem „baráttu fyrir mannréttindum á Kúbu“. Hann hafði sett fram kröfur um að fá síma, eldunaraðstöðu og sjónvarp í klefann sinn.
Zapata lést í febrúar. Allt var reynt til að bjarga honum og var hann fluttur á bestu sjúkrahús landsins. Fjölskylda Zapata, stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk reyndi að telja honum hughvarf. Það gerði hins vegar enginn úr röðum „andófsmanna“. Þeirra áherslumál var að gera Zapata að pólitískum baráttumanni án þess að hann ætti nokkra slíka sögu. Hann tilheyrði aldrei andófsmönnunum 75 eins og Fréttablaðið staðhæfði.

Raúl Castro forseti Kúbu minnti nýlega á að frá því Fulgencio Batista  var steypt af stóli í byltingunni 1959: „höfum við ekki myrt neinn, við höfum ekki beitt neinn pyntingum,  enginn hefur verið tekinn af lífi án dóms og laga.“ Ennfremur, að bandaríska herstöðin í Guantánamo væri eini staðurinn á Kúbu þar sem beitt hafi verið pyntingum á undanförnum árum.

Hvítklæddu konurnar sem fjölmiðlarnir tala um hefur verið hampað  mikið í Bandaríkjunum og þær njóta stuðnings þaðan. Konurnar stóðu fyrir ögrandi mótmælum eftir andlát Zapata. Þær eru skyldmenni svokallaðra 75 menninga, andstæðinga byltingarinnar á Kúbu sem voru handteknir í mars 2003. Af þeim sitja 53 enn í fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir að taka við fé og fyrir samvinnu við bandaríska stjórnarerindreka í Havana í því skyni að knésetja byltinguna. Á því leikur ekki vafi. George Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna útnefndi James Cason 2003 sem yfirmann hagsmunaskrifstofu Bandaríkjanna á Kúbu (Bandaríkin rufu stjórnmálasambandið skömmu eftir byltinguna og þar er hagsmunaskrifstofa en ekki sendiráð). Cason lýsti því þegar yfir opinberlega að hann myndi ferðast um landið til þess að styrkja andstöðuhópa gegn byltingunni.

Spyrja má hvaða rétt bandarískir stjórnarerindrekar hafi  til þess að ferðast um Kúbu í því skyni að skipuleggja og fjármagna hópa sem ætlað er að koma stjórnvöldum frá. Telur einhver líklegt að slíkt háttalag yrði látið óátalið í öðrum löndum?

Amnesty International gagnrýnir enn Kúbu fyrir handtökur og opinber réttarhöld. Þó viðurkenndu samtökin að 75 menningarnir, „hefðu tekið við fé og/eða tækjabúnaði frá bandarískum stjórnvöldum í því augnamiði að taka þátt í því sem stjórnvöld litu á sem niðurrifsstarfsemi og skaðlega Kúbu.“ Þótt Amnesty telji kúbönsk stjórnvöld takmarka „tjáningar- og félagafrelsi“ viðurkenna samtökin engu að síður að kúbönsk stjórnvöld sjái „öllum Kúbönum fyrir helstu mannréttindunum svo sem aðgangi að húsnæði, heilsugæslu og menntun.“ Amnesty sakar ekki kúbönsk stjórnvöld um pyntingar, mannshvörf eða barsmíðar.

Afstaða Bandaríkjanna til mannréttinda fanga lýsir sér best í meðferð þeirra á fimm kúbönskum byltingar- og ættjarðarsinnum sem hafa setið í fangelsi af pólitískum ástæðum og fyrir rangar sakir á tólfta ár. Þeir voru teknir til fanga fyrir að fylgjast með hægrisinnuðum hópi Kúbana á Flórída sem höfðu skipulagt aðför af ýmsu tagi á Kúbu með stuðningi Bandaríkjanna. Þeim var haldið í einangrun í 17 mánuði fram að réttarhöldunum. Þeir voru sakfelldir á grundvelli ákæra um „samsæri“ og hlutu gífurlega harða dóma, þrír þeirra upphaflega lífstíðarfangelsi. Bandarísk stjórnvöld hafa þráfaldlega neitað eiginkonum tveggja baráttumannanna, Gerardo Hernández og René González, um að heimsækja eiginmenn sína.

Full þörf er á að taka undir þær kröfur að viðskiptabanni og ferðabanni Bandaríkjanna verði aflétt og eðlilegu stjórnmálasambandi komið á til að almennir íbúar Bandaríkjanna hafi frelsi til að ferðast til Kúbu. Miklu skiptir að kynna málstað og taka undir kröfur um réttlæti til handa fimmmenningunum frá Kúbu, að þeir verði látnir lausir og komist heim til lands síns og fjölskyldna.


Myndband um "Kúbumennina fimm"

Breska útvarpsstöðin BBC flutti nýverið fréttaefni um "Kúbumennina fimm" í bandarískum fangelsum.

Myndband um málið.

Viðtal við Ricardo Alarcon, forseta þingsins.


Juan Almeida

Juan Almeida, einn af forystumönnum byltingarinnar á Kúbu, féll frá 11. september s.l., 82 ára. Almeida var af afrískum uppruna, fæddur í Havana og byrjaði að vinna fyrir sér við hleðslu múrsteinsbygginga, barn að aldri. Sökum andúðar á spillingu og arðráni sem viðgengst þar undir yfirráðum Bandaríkjanna gekk hann í Ortodox-flokkinn, hinn sama og Fidel Castro gekk til liðs við. Samstarf þeirra hófst þegar einræðisherran Fulgencio Batista hrifsaði völdin 1952 og Castro byrjaði að undirbúa almenna uppreisn til að binda enda á einræðið. Almeida var handsamaður og fangelsaður í kjölfar árásarinnar á Moncada-hervirkið í Santiago 26. júlí 1953. Víðtæk herferð fyrir sakaruppgjöf byltingarmannanna kom því til leiðar að þeir voru leystir úr haldi 1955. Almeida var í hópi 82 byltingarmanna sem sigldu frá Mexíkó á snekkjunni Gramna til þess að hefja byltingarbaráttu í desember 1956. Rúmu ári seinna var hann gerður að herforingja er stýrði svonefndri Þriðju austurvíglínu allt til byltingarsigursins 1. janúar 1959.
Almeida gegndi margskonar ábyrgðarstörfum. Hann var yfirmaður lofthersins, varaforseti hersins, varaforseti ríkisráðs og ráðherraráðs og í miðstjórn Kommúnistaflokksins. Hann var forseti „Samtaka baráttumanna byltingarinnar“, en þau telja yfir 300.000 manns nokkurra kynslóða sem tóku þátt í byltingarbaráttunni og sendisveitum á alþjóðavettvangi.
Almeida var jarðsettur í grafhýsi nálægt hinni sögufrægu austurvíglínu. Að sögn dagblaðsins Granma tóku tvær milljónir manna þátt í að heiðra minningu hans. Kveðja Fidels Castro: "I had the privilege of knowing him... ", var birt á ensku vefsíðu Granma.


Mariela Castro á Gay Pride í London

Mariela Castro var meðal ræðumanna á Gay Pride í London 7. júlí s.l. Hún er dóttir Raúl Castro forseta Kúbu. Sjá fréttagrein í UK Gay News.

Hæstiréttur BNA tekur fyrir beiðni um endurupptöku

Krafa um endurupptöku máls fimm manna frá Kúbu sem sitja í bandarískum fangelsum, verður tekin fyrir í Hæstarétti Bandaríkjanna 7.  júní n.k. Máli þeirra er lýst hér á vefsíðunni, næst á undan.
Lögmenn mannanna fimm hafa lagt fyrir réttinn beiðni um að rétturinn úrskurði um hvort réttað hafi verið yfir skjólstæðingum þeirra á sanngjarnan hátt. Í fyrsta lagi að  mennirnir hafi verið dæmdir í  Miami af kviðdómi þar sem saksóknari ruddi út sjö kviðdómurum sem voru blökkumenn. Í öðru lagi að dómari í máli þeirra leyfði ekki að skipt yrði um varnarþing þótt ljóst væri að aðstæður í Miami væru þeim afar andstæðar. Í þriðja lagi að rétturinn álykti að margfaldur lífstíðardómur eins fimmmenninganna Gerardo Hernández, sýni hversu fjandsamleg réttarhöldin hafi verið. Hernández var dæmdur án sannanna fyrir samsæri um morð.
Olga Salanueva, eiginkona eins fimmmenninganna René Gonzáles, skýrði frá málinu á alþjóðlegri ráðstefnu ungmenna á Kúbu í byrjun maí. Hún var handtekin ásamt manni sínum en síðan vísað frá Bandaríkjunum og hefur ekki fengið leyfi til að koma og heimsækja hann. Hún sagðist alltaf vera bjartsýn en að raunveruleikanum mætti ekki sleppa. „Allir yrðu ánægðir ef Hæstiréttur lýsti þá saklausa. En þetta er ekki sakamál heldur augljóslega pólitískt mál.“ Hún benti á hliðstæðu, þ.e. mál Nelsons Mandela og þekktra liðsmanna í sjálfstæðisbaráttu Puerto Rico. Þessir menn sátu inni í áratugi áður en þeim var sleppt úr haldi. Þeir fengu lausn sinna mála vegna alþjóðlegs þrýsting s frá almenningi en ekki gegnum réttarkerfið.
Forseti þingsins á Kúbu sagði við sama tækifæri að bandarísk yfirvöld gætu með pennastriki látið ofsóknum á hendur fimmmenningunum linna og að beina skuli kröfum um það til þeirra.
Meðal stuðningsmanna mannanna fimm eru: Desmond Tutu, Nelson Mandela, Nadine Gordimer, Rigoberta Menchú, Adolfo Pérez Esquivel, José Saramago, Jose Ramos Horta, Dario Fo,  Noam Chomsky, James Petras, Alice Walker, judge i.r. Claudia Morcom, Günter Grass,  o.fl.

"Fimmmenningarnir" frá Kúbu


Þeir Antonio Guerrero, Gerardo Hernández, Ramón Labañino, Fernando González og René González voru handteknir 1998 og dæmdir 2001 í til allt frá áratuga fangelsisvist til tvöfaldrar lífstíðar. Þeir voru að fylgjast með kúbansk-bandarískum gagnbyltingarinnarmönnum á Flórída, sem hafa skipulagt og framkvæmt hermdarverk á Kúbu, til þess að vara við slíkum hryðjuverkum.
Mennirnir fimm voru sakfelldir í Miami fyrir ‘samsæri um njósnir’ fyrir erlent ríki. Lögmaður þeirra, Leonard Weinglass segir að þeir hafi ekki haft undir höndum eitt einasta skjal sem ekki var opinberlega aðgengilegt fyrir alla: „Ekkert af því 200.000 síðna efni sem var lagt hald á í fórum þeirra er ekki opinbert gagn.“
Lögmenn fimmmenninganna hafa síðan reynt að fá réttarhöld yfir þeim flutt frá Miami, sem er sterkasta vígi kúbanskra gagnbyltingarmanna. Í fyrstu var samþykkt að ný réttarhöld færu fram, en síðan ákvað fullskipaður dómstóll á sama stað að dómarnir skyldu gilda. Þessu ferli er ekki lokið, en mennirnir hafa nú setið inni tæpan áratug.
Vináttufélag Íslands og Kúbu hvetur þig til þess að kynna þér málið, vekja athygli annarra á því og styðja kröfur um að Kúbumennirnir fimm verði látnir lausir. Við bendum til dæmis á ítarlegri upplýsingar í The Militant og Widipedia.


Losað um hömlur, Castro og Obama

Obama forseti Bandaríkjanna (BNA) losaði nýverið um hömlur á ferðir Bandaríkjamanna til Kúbu sem eiga þar ættingja og leyfir nú nær ótakmarkaðar peningasendingar með því skilyrði að það séu ekki greiðslur eða framlög til fulltrúa ríkisvaldsins eða kommúnistaflokksins og annarra félagasamtaka sem BNA samþykkja ekki. Bandarísk símafyrirtæki mega nú bjóða þjónustu sína á Kúbu. Þessar ákvarðanir voru teknar 13. apríl s.l., skömmu fyrir fund Samtaka Ameríkuríkja í Port of Spain á Trinidad. Daginn eftir felldi dómstóll í Flóridafylki úr gildi fylkislög frá í fyrra þar sem ætlunin var að tappa fé af ferðaskrifstofum sem selja farseðla til Kúbu. Fleiri málsóknir gegn hömlum af þessu tagi eru á döfinni og raunar benda kannanir til þess að yfir 70% íbúa BNA vilji eðlileg samskipti við Kúbu.

Bandaríkjastjórn setti bann á öll viðskipti við Kúbu 1962. Áður höfðu milljónir alþýðufólks átt hlut að máli þegar einræðisherra var steypt af stóli, náð síðan fram jarðnæðisumbótum í formi lagasetningar og fengið lestrarkennslu; svo banni við kynþáttamisrétti kom og þjóðnýtingu atvinnustarfsemi auðhringa og bankasamsteypna. Andspænis þessum ráðstöfunum settu BNA viðskiptabann þegar allt um þraut og hafa bætt við lagabálkum annað slagið. Ríkisstjórn Kúbu telur það hafa valdið tjóni upp á 225 milljarða bandaríkjadala. Síðast voru ferðaákvæði hert 2004 með að heimsókn til ættingja var aðeins leyfð þriðja hvert ár og skorður settar við peningasendingum til þeirra.

Stefnan gagnvart Kúbu hefur ekki virkað, sagði Bandaríkjaforseti við fréttamenn á Trinidad. Á hálfri öld hefur ekki heppnast að grafa undan ríkisstjórninni og nú er lítið talað um að Kúba sé að falla eða hvað verði þegar Castró deyr. Á vefsíðu blaðsins Granma verður ekki annað séð en að forsetar annarra landa séu í biðröð að komast til Kúbu. Kúba er ekki ósnortin af efnahagskreppunni í heiminum fremur en önnur ríki. Angi af umræðunni um breytta stjórnlist gagnvart landinu tengist þessu því framleiðendur og ýmsir athafnamenn hafa áhuga á viðskiptum. Fjölmargar sendinefndir bandarískra þingmanna hafa heimsótt Kúbu undanfarið.

„Ekki orð um viðskiptabannið“ segir Castró, fyrrverandi forseti Kúbu, í grein nýlega. Hann fagnaði slökun ferðabannsins en gagnrýndi að Obama nefndi ekki viðskiptabannið, sem sé harkalegri ráðstöfun og hafi þungbærar afleiðingar, svo sem í heilbrigðisgeiranum þar sem sjúklingum er neitað um lyf og lækningatæki ef bara lítill efnisþáttur þeirra er upprunninn í BNA. Í lok greinarinnar segir hann að Kúbu hafi staðist atlögur og muni gera það áfram. Kúba muni ekki betla heldur bera höfuðið hátt og eiga samvinnu við vinsamlegar þjóðir í Rómönsku Ameríku og á Karíbahafssvæðinu, hvort sem forseti BNA er Obama eða einhver annar, hvítur eða svartur, karl eða kona.


Leiðtogafundur á laun

Hugrenningar Fidels Castro, sem reynir að komast að því hvað var verið að tala um á leiðtogafundi Samtaka Ameríkuríkja í Port of Spain á Trinidad, þar sem Kúbu var ekki boðið (á ensku):

... We had been led to hope that the meeting would not be secret, but those running the show deprived us of that interesting intellectual exercise. We hear about the substance but not the tone of voice, the look in the eyes or the facial look that can be a reflection of a person’s ideas, ethic and character.
A Secret Summit is worse than a silent movie. For a few minutes the television shows some images. A gentleman on Obama’s left whom I could not identify as he laid his hand on Obama’s shoulder, like an eight-year-old boy on a classmate in the front row. Then, another member of his entourage standing beside him interrupted the president of the United States for a dialogue; those coming up to address him had the appearance of an oligarchy that never knew what hunger is and who expect to find in Obama’s powerful nation the shield that will protect the system from the fearsome social changes.
A bizarre atmosphere prevailed at the Summit. The artistic surrounding arranged by the host was spectacular. I have seldom seen something like it; perhaps never. A good announcer, apparently a Trinitarian, had proudly said that it was unique.
It was a feast of culture and luxury. I meditated about it. I calculated the cost of all that and suddenly I realized that no other country in the Caribbean could afford such a display, that the venue of the summit is very wealthy, a sort of United States surrounded by small poor countries. Could Haiti with its exuberant culture or Jamaica, Granada, Dominica, Guyana, Belize or any other have hosted such a luxurious summit? Their beaches may be wonderful but they are not surrounded by the towers that distinguish the Trinitarian landscape and accumulate with that non-renewable raw material the enormous resources that sustain today the riches of that country. Almost every other island in the Caribbean community is directly battered by the hurricanes of increasing intensity that hit our sister islands of the Caribbean region every year.
Did anyone in that meeting remember that Obama promised to invest as much money as necessary to make the United States self-reliant in fuel? Such a policy would directly affect many of the States taking part in the meeting since they will not have access to the technologies and the huge investments required to work on that area or any other.

It is 19:58 hours. I just hear some words of President Hugo Chavez. Apparently, the Venezolana Television introduced a camera in the “Secret Summit” and carried some of his words. Yesterday we saw him graciously return Obama’s gesture as he walked up to greet him, unquestionably a clever gesture of the United States president. Now, Chavez stood up from his chair, walked to Obama’s seat at the head of a rectangular hall near Michelle Bachelet, and presented him with the well known book by Galeano, Las venas abiertas de America Latina, updated by the author. I simply mentioned the time it was when I listened to him.
Then it was announced that the Summit will be closed tomorrow at noon.

 P.S. Eduardo Galeano: Las venas abiertas de America Latina (Opnar æðar Latnesku Ameríku).


Söluaðilar flugferða til Kúbu vinna mál gegn Floridafylki

Bandaríska fylkið Florida ákvað í fyrra að krefja ferðastkrifstofur sem selja flugferðir til Kúbu um 250.000 dala veð og 25.000 dala skráningargjald. Lögin tóku ekki gildi þar sem ferðaskrifstofurnar fóru í mál við fylkið og hafa þau nú verið dæmt ógild (sjá Miami Herald). Í dómnum, sem var kveðinn upp 14. apríl, leiðir dómarinn að því líkum að féð hafi átt að nota til þess að setja ferðaskrifstofur undir smásjá. Í fyrra var kveðinn upp annar dómur sem varðaði bann við ferðum til Kúbu, þ.e.a.s. ferðum námsfólks, kennara og annarra sem stunda rannsóknir við háskóla á vegum fylkisins og bæjarfélaga. Bannið var einnig dæmt ógilt.
Daginn áður hafði Obama Bandaríkjaforseti mildað höft á ferðir bandarískra borgara til Kúbu, þ.e.a.s. þeirra sem eiga ættingja á Kúbu. Þeir mega nú einnig senda ættingjum sínum nær ómælt fé. Almennt ferðabann til Kúbu er óbreytt. Sjá einnig síðustu færslu.


Castro um mannabreytingar í stjórnkerfi Kúbu og slúðursögur fjölmiðla tengdar þeim

(á ensku)

HEALTHY CHANGES IN THE COUNCIL OF MINISTERS

On the occasion of the changes in the heart of the executive branch, there are some cable agencies that are throwing up their hands in grief. Several of them are talking about or spreading the "rumors on the street" about how “Fidel’s men” have been replaced by “Raúl’s men”.

Most of those who have been replaced were never proposed by me.  Almost without exception, they arrived at their positions by being proposed by other comrades in the Party or State leadership.  I never devoted myself to that job. I have never underestimated human talent, or the vanity of man.

The new ministers who have just been appointed were consulted with me, even though there is no rule saying that the people doing the proposing should do so since I gave up the prerogatives of power a while ago. They acted simply like genuine revolutionaries who bear their loyalty to principles. No injustice of any kind has been committed with specific cadres. Neither of the two mentioned in the cables as being the most affected, has spoken a single word in disagreement.  It was absolutely not the absence of personal courage.  There was a different reason.  The sweet nectar of power for which they hadn't experienced any type of sacrifice awoke ambitions in them that led them to play out a disgraceful role.  The enemy outside built up their hopes with them.

I do not accept the mixing up of gossip now with the World Baseball Classic that is about to begin.  I have clearly said that our baseball athletes were first-class youth, and “Homeland or Death” men. As I have stated before, we shall return with the shield or on the shield. We shall triumph because we know how to combine something that only free men are able to do, men who belong to no-one, not professional athletes. Leonel Fernández was telling me yesterday afternoon that the excellent professional baseball players from the Dominican Republic didn’t want to take part in those competitions; they would be absent, causing pain to the nation where they were born. Chávez is still unaware why his magnificent pitchers and batters will be beaten by our athletes. This year, the Cuban team which will gauge its strength by the best U.S. and Japanese Major League professionals is much stronger and better trained than it was three years ago. Many of them are already veterans despite their youth.  None of the men on the team stayed home, unless it was for health reasons.

I assume total responsibility for success or defeat.  The victories belong to us all; defeat shall never be an orphan.
Homeland or Death!  We shall overcome!

Fidel Castro Ruz
March 3, 2009
11:32 a.m.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vináttufélag Íslands og Kúbu

Höfundur

Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Vináttufélag Íslands og Kúbu, stofnað 1971.
Stjórn kosin í maí 2009: Formaður: Sigurlaug Gunnlaugsdóttir; meðstjórnendur: Benedikt Haraldsson, Hafþór Pálsson, Halldór Gústafsson, Jón Elíasson; varamenn: Pétur Böðvarsson, Guðlaugur Leósson.
Ábyrgðarmaður vefsíðu: Hafþór Pálsson.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • cuba corrales

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband